148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:55]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég vil bara lýsa sérstakri ánægju minni með að þessari atkvæðagreiðslu allri ætlar að ljúka á svona jákvæðum nótum. Ég hef starfað um áratugaskeið í þágu iðnaðar og talað mjög fyrir eflingu iðn- og tæknináms. Það hefur nú verið meira hjalað um það en að menn hafi gert eitthvað. Ég vil því fagna þessu skrefi sérstaklega, það er mjög mikilvægt. Ég vona svo sannarlega að þetta sé upphafið að vegferð ráðherrans í því að láta verkin tala þegar verk- og tæknimenntun á í hlut.

En ég vil líka nota tækifærið og brýna hana til verka því að menn hafa mjög oft fallið í þá gryfju að tala og tala en gera ekki neitt. En ég hef fulla trú á hæstv. ráðherra í þessum efnum.