148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:37]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við göngum hér til atkvæða um fjárlög fyrir 2018. Þetta eru bjartsýnisfjárlög. Þau gefa von um bjartsýni og gefa tóninn um uppbyggingu á okkar félagslegu innviðum. Þetta eru á sama tíma skynsemisfjárlög, skynsemi þegar kemur að efnahagsáhrifum ríkisfjármála, þau skila afgangi og áframhaldandi niðurgreiðslu skulda til lækkunar á vaxtabyrði.

Virðulegi forseti. Þetta var snörp lota og mér finnst ástæða til að þakka hv. fjárlaganefnd framlag og samstöðu með eindæmum og ég þakka öllum starfsmönnum nefndarinnar sem og þeim komu að umbúnaði málsins.