148. löggjafarþing — 19. fundur,  31. jan. 2018.

tilkynning um kosningu ríkisendurskoðanda.

[15:01]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill greina hv. alþingismönnum frá því að í morgun var birt á vef Alþingis tilkynning frá forsætisnefnd um kosningu ríkisendurskoðanda. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi mun láta af störfum 30. apríl nk. fyrir aldurs sakir. Samkvæmt nýlegum lögum um embætti ríkisendurskoðanda skal Alþingi kjósa ríkisendurskoðanda en fram til þess hefur hann verið ráðinn af forsætisnefnd Alþingis.

Forsætisnefnd Alþingis mun eigi síðar en í apríl nk. gera tillögu til Alþingis um einstakling til að gegna embætti ríkisendurskoðanda og verður hann kjörinn á þingfundi. Ég vænti þess að góð samstaða megi takast innan forsætisnefndar um slíka tillögu.