148. löggjafarþing — 19. fundur,  31. jan. 2018.

stjórn fiskveiða.

6. mál
[16:11]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er nú hreinlega ósammála þingmanninum í því að kerfið sé ósanngjarnt. Og talandi um úthlutun og það sem maður heyrir oft, gjafakvóta: Þegar kerfið var sett á á sínum tíma var það miðað við aflareynslu þáverandi útgerða. Þessar aflaheimildir hafa allar skipt um hendur síðan. Það er ekki verið að úthluta neinu í dag, menn hafa fjárfest í þessu.

Það eru leiðir til að fara að gera út bara ef við sæjum það á jákvæðan og opinn hátt. Það er fullt af ungum mönnum sem vilja gera út og myndu fjárfesta í greininni ef það væri ekki svona mikil neikvæðni út í kvótakerfið.

Mig langar að koma með eina spurningu í lokin. Auðlindagjaldið af fiskveiðum, það vilja allir taka þátt í því sem eru í (Forseti hringir.) útgerð. Þurfum við ekki að fara í auðlindagreiningu á því hvað sé auðlind og (Forseti hringir.) hvað sé ekki auðlind á okkar fallega landi? Og fá gjöld af því líkt og af sjávarútvegsauðlindinni?