148. löggjafarþing — 23. fundur,  7. feb. 2018.

mannanöfn.

83. mál
[18:08]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Má ég þá skilja þetta þannig að barnaverndaryfirvöld myndu t.d. grípa inn í ef ég nefndi son minn Hitler eða Stalín? Má skilja það þannig að það væri barnaverndarmál? Eiga þá barnaverndaryfirvöld að vera nýja mannanafnanefndin? Kannski.

En ég vil líka horfa svolítið á þetta út frá öðru, af því að við erum oft að tala um menningarverðmæti, við erum alltaf að vernda menningarverðmæti. Við setjum skyldur og takmarkanir á eignarréttinn af því að við erum að vernda menningarverðmæti. Ég er ekki frjáls að gera hvað sem er við húsið mitt af því stjórnvöld hafa ákveðið að það eigi bara að vernda það, friðlýsa það, eða hvað sem er. Við sættum okkur við það vegna þess að það hús er menningarverðmæti. Þessi mannanafnahefð okkar er menningarverðmæti í mínum huga. Þó að við getum auðvitað liðkað til (Forseti hringir.) og hafa þetta ekki eins stíft og það er núna, þá eru þetta menningarverðmæti samt.