148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

nefndarmenn í fullveldisnefnd.

[13:41]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseta hefur borist bréf frá Birgittu Jónsdóttur um að hún segi sig frá nefndarstörfum vegna aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Jafnframt hefur borist bréf til forseta frá Þorsteini Sæmundssyni þar sem hann óskar eftir því að verða leystur undan störfum í sömu nefnd sem fulltrúi Framsóknarflokksins þar sem hann er ekki lengur þingmaður þess flokks. Þá vill forseti taka fram að tveir nýir flokkar eiga fulltrúa á þingi eftir síðustu kosningar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins, og skulu tveir nýir fulltrúar þeirra flokka kosnir í nefndina.