148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

179. mál
[13:58]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég fagna orðum hæstv. ráðherra um að áhersla verði lögð á að leysa vandamálin í Eyjafirði og á Vestfjörðum af því að þau eru gríðarlega brýn. Hæstv. ráðherra kom inn á það í andsvari sínu að jarðstrengir valdi líka miklu raski. Þess má líka geta að byggðaleiðin fer að hluta til yfir hálendið og líka að hluta yfir friðlönd. Það er því ekkert sjálfgefið að lagning þeirrar leiðar sé einfaldari í framkvæmd. Þannig að það er sannarlega margt að hugsa um. En ég fagna því aftur að leggja eigi áherslu á að ljúka við styrkingu kerfisins sem snýr að Eyjafirði og Vestfjörðum.