148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

179. mál
[14:48]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Mig langar til að koma með aðra spurningu í sambandi við það sem þingmaðurinn nefndi í ræðu sinni. Það er kostnaður á hinum endanum, neytenda. Þá komu upp í huga minn köld svæði og svæði þar sem rafmagn er dýrt. Lítið er um að settur sé peningur í það á köldum svæðum, þ.e. þegar volgt vatn er notað til að hita upp, varmaskipti, varmaskiptitækni. Og eins um stefnuna í sambandi við sjávarorkurafmagnstilbúning, sjávarorkuvirkjanir, þ.e. sjávarfallavirkjanir. Svo ég komi þessu rétt út úr mér.