148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

179. mál
[15:23]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að leyfa mér að byrja á að koma örstutt inn á stefnumótunina. Í rauninni má horfa líka til samgönguáætlunar sem þingið setur t.d. mjög mikið púður í. Af hverju erum við ekki með raforkuáætlun eða hvað við viljum kalla það, þar sem við færum jafn ítarlega í málin og við gerum í samgönguáætlun?

Varðandi kæruferlið verður náttúrlega að leysa það ferli einhvern veginn, alla vega virkar það ekki eins og það virkar núna. Ég er alveg hjartanlega sammála hv. þm. Njáli Trausta Friðbertssyni þar. Ég mun koma inn á það síðan betur í síðari ræðu minni um lausnir á því.

Ég held að við verðum að íhuga sérstaka lagasetningu til að koma fram innviðauppbyggingu til að skera úr þessu áralanga deilumáli. Ég nefni t.d. Blöndulínu sem er búin að vera í ferli í tíu ár og átta til tíu ár til viðbótar (Forseti hringir.) þar til hún kemur.