148. löggjafarþing — 30. fundur,  27. feb. 2018.

almenn hegningarlög.

213. mál
[19:13]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að þjóðarleiðtogar séu mikill minnihlutahópur. [Hlátur í þingsal.] Ég er auðvitað bara að impra á þessu vegna þess að ég vil að við séum svolítið samkvæm sjálfum okkur. Ég óttast það, eins og 233. gr. a hefur verið skýrð, að hún takmarki tjáningarfrelsið um of. Ég er ekki alveg á móti því að sérstakir minnihlutahópar fái hugsanlega vernd. En þetta eru ekki allt minnihlutahópar. Þarna er líka talað um erlent þjóðerni. Getur þingmaðurinn verið sammála mér um að við þurfum alla vega að fara í endurskoðun á því ákvæði? Sérstaklega í ljósi þeirra dóma sem hafa verið kveðnir upp þar sem nánast ekkert má segja.