148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

almenn hegningarlög.

114. mál
[13:51]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætla að þakka hv. þingmanni fyrir hans málflutning. En mig langar að spyrja hann einfaldrar spurningar. Telur hann að við foreldrar barna eigum börnin? Eigum við börnin? Höfum við rétt á að koma fram við börnin á hvern þann hátt sem við viljum bara ef við höfum einhverja trú? Hvort er æðra, réttur barnsins eða trúin? Ég tel á öllum stigum málsins að réttur barnsins sé æðri. Við eigum ekki að hafa neinn rétt til að skaða sjö daga gamalt barn. Við verðum að átta okkur á því að í þeirri aðgerð sem þarna fer fram, eins og læknar hafa bent á, er verið að skera í 20 þúsund taugaenda. Ég segi bara fyrir mitt leyti að við eigum kannski að þakka fyrir að við fæddumst inn í önnur trúarbrögð. Ef við hefðum fæðst inn í hin trúarbrögðin, hvað þá?