148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

almenn hegningarlög.

114. mál
[14:03]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta snýst um það að tilheyra ákveðnu samfélagi. Það snýst líka um að lúta ákveðnu boðvaldi, lúta aga og vera hlýðinn og í sumum trúarsamfélögum eru það öldungarnir sem fara með þetta vald. Við kennum þetta líka stundum við feðraveldið. Það hefur átt undir högg að sækja á Vesturlöndum á síðustu öld og það kerfi er enn að molna og gliðna. Ég held að við fögnum því flest. Við teljum að betur fari á að við tökum ákvarðanir út frá lýðræðislegum sjónarmiðum og að sem flestir eigi aðkomu að ákvörðunum frekar en að einhverjir tilteknir öldungar taki þessar ákvarðanir einir fyrir fólk. Hér er um að ræða sið sem — já, ég get kannski farið út í það á eftir.