148. löggjafarþing — 35. fundur,  6. mars 2018.

vantraust á dómsmálaráðherra.

344. mál
[18:39]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í samsteypustjórnum er hver flokkur ábyrgur fyrir skipan sinna ráðherra, en með því að ganga til samstarfs yfirleitt lýsa hinir flokkarnir stuðningi hver við annan og slíkt er í raun forsenda samstarfsins. Vinstri græn voru ekki sammála embættisfærslu í tengslum við skipan Landsréttar á síðasta kjörtímabili en ákváðu engu að síður að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki eftir kosningar. Sú ákvörðun stendur.