148. löggjafarþing — 35. fundur,  6. mars 2018.

vantraust á dómsmálaráðherra.

344. mál
[19:08]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegur forseti. Þessi vantrauststillaga snýst um ákvarðanir og embættisverk úr tíð síðustu ríkisstjórnar, ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Ég var mótfallinn þeim ákvörðunum og embættisverkum, ólíkt hv. þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar þá. Ég styð hins vegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og það er sannfæring mín að hún sé og eigi eftir að verða landinu til heilla. Ég segi nei.