148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

Íslandsstofa.

492. mál
[16:16]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þá er komið að því að greiða atkvæði um býsna stórt mál, breytingar á lögum um Íslandsstofu. Má velta fyrir sér hvort ekki hefði verið betra að skrifa algerlega nýtt frumvarp um stofnunina, eða stofuna, eða nýju sjálfseignarstofnunina, eins og lagt er upp með í frumvarpinu. Ýmislegt gott hefur áunnist í meðferð nefndarinnar á þessu máli. Búið er að laga frumvarpið töluvert mikið, bregðast við ákveðnum athugasemdum. Ég sakna þess þó að ekki er gengið nógu vel frá ákveðnum hlutum. Þá á ég t.d. við varðandi fjármögnun verkefna og slíkt. Það er enn þá úti um víðan völl. Ég held hins vegar að málið sé til bóta. Það er til að skýra ákveðna þætti. En á sama tíma vantar upp á lagaumgjörðina sem stofnunin á að vinna eftir, eða stofan, sjálfseignarstofnunin. Þar af leiðandi erum við undir það búin að þurfa að laga málið enn og aftur í haust.