148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

Íslandsstofa.

492. mál
[16:35]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á því að biðja forseta og starfsmenn afsökunar á hversu leynilega ég bað um orðið. Ég hef orðið mér úti um nýjan penna. Það mun heyrast meira í honum hér eftir. En ég vil um þetta mál segja að það hefur allt færst til mikilla bóta frá því að það var lagt fram. Ég held að þetta sé farsælt hvað varðar að ná saman því afli og þekkingu sem í atvinnulífinu býr hvað þá hluti varðar og mun fyrir mitt leyti samþykkja þetta mál eins og það liggur fyrir.