148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

vextir og verðtrygging.

246. mál
[18:39]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Húsnæðisliður vísitölunnar hefur bakað heimilum landsmanna stórtjón og átt þátt í því að hrekja fjölskyldur, feður, mæður og börn, af heimilum sínum. Horfur eru á að sú þróun haldi áfram. Í þessum húsnæðislið mælast áhrif af stefnu í skipulagsmálum hér í Reykjavík, í þessum húsnæðislið mælast áhrif af því að verið er að leigja hérna til skamms tíma. Þetta hefur ekkert með verðbólgu að gera, þetta er alger afskræming á veruleikanum. Ég mæli eindregið með því að menn taki málstað íslenskra heimila, íslenskra fjölskyldna, og samþykki þessa tillögu.