143. löggjafarþing — 71. fundur,  10. mars 2014.

varamenn taka þingsæti.

[15:08]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Eins og tilkynnt var á vef Alþingis bárust bréf um að Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Árni Þór Sigurðsson gætu ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Varamenn þeirra, Óli Björn Kárason og Steinunn Þóra Árnadóttir, tóku sæti þeirra 3. mars sl.

Borist hafa bréf frá Björt Ólafsdóttur, hv. 6. þm. Reykv. n., og Jóni Þór Ólafssyni, hv. 10. þm. Reykv. s., um að þau geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni. Í dag taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau Heiða Kristín Helgadóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir.

Kjörbréf Heiðu Kristínar Helgadóttur og Ástu Guðrúnar Helgadóttur hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt en þær hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Ásta Guðrún Helgadóttir, 10. þm. Reykv. s., og Heiða Kristín Helgadóttir, 6. þm. Reykv. n., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]