146. löggjafarþing — 41. fundur,  8. mars 2017.

orlof húsmæðra.

119. mál
[18:09]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil leggja áherslu á að við höfum verið að færa verkefni til sveitarfélaganna. Þau eru í nærþjónustunni. Þau vita hvernig þau þjónusta nærsamfélag sitt best. Það eru sveitarfélögin sem sjá um að fjármagna þetta. Ég treysti sveitarfélögunum og nærsamfélögunum best til þess að gera þeim hópi kvenna, sem hv. þingmaður tiltekur hér og nefnir með réttu, konum sem búnar eru að skila miklu til samfélagsins, hátt undir höfði á viðeigandi hátt, og hvað þá ef þetta eru svona lágar upphæðir.