146. löggjafarþing — 41. fundur,  8. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

120. mál
[19:11]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er gaman að vera fjórði í röðinni. Þá er búið að spyrja flestra spurninganna. En við ræðum oft um tekjustofna sveitarfélaganna og hvernig þeir duga ekki til. Í því tilliti að sveitarfélögin hafa öll lögbundið hlutverk þá skil ég illa hvernig við getum farið í þessa átt því að maður heyrir oft sögur af því þegar einhverjum sem lendir kannski í slysi og býr þá við slíkar aðstæður að hann þarf ákveðinnar þjónustu við vegna fötlunar eða annars er einfaldlega ráðlagt að flytja. Ef sveitarfélag er með lágmarksútsvar eða lægra en það og gefur slík skilaboð eða er í slíkum verkkaupum eða eitthvað því um líkt þá skil ég ekki hvernig við getum réttlætt það að sveitarfélagið komist undan sínum lögbundnu (Forseti hringir.) skyldum ef það innheimtir ekki það útsvar eða gjöld sem það annars gæti gert.