146. löggjafarþing — 42. fundur,  9. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

120. mál
[14:21]
Horfa

Nichole Leigh Mosty (Bf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þessi svör. Við sem búum í Reykjavík þekkjum t.d. NPA vel. Það er gríðarlega mikið áhyggjuefni hér því að kostnaðurinn er mikill og við þekkjum fólksflutningana utan af landi til borgarinnar. Fólk flytur hingað til þess að nálgast þá þjónustu.

Eins og ég segi þá dett ég inn í þessar umræður og er pínulítið að klóra mér í hausnum yfir þessu. Hér var nefnt í ræðu áðan varðandi sameiningu sveitarfélaga, að það væru ekki forsendur til einhvers svoleiðis. Er það alslæmt að við skulum leita þessara leiða til að bæta þjónustuna, að sveitarfélög skuli samnýta þjónustuna og uppfylli lögbundnar skyldur sínar betur? Það er spurning mín. Ég er bara að reyna að átta mig á þessu vegna þess að umræðan hefur verið svona hér og þar. Ég vitna aftur í greinargerð, þar er ekkert verið að ræða um að skera niður þjónustu og að sveitarfélögin þurfa að standa undir því. Ég bara átta mig ekki á ræðunni hér áðan varðandi hræðsluna við það.