146. löggjafarþing — 42. fundur,  9. mars 2017.

húsnæði Listaháskóla Íslands.

143. mál
[16:42]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er akkúrat þannig. Það er gaman að hv. þingmaður hafi viljað koma í andsvar við mig og lýsa þessu yfir. Ég ætla svo sem ekkert að hafa um það mörg orð en tek undir að við þurfum að halda boltanum á lofti. Það er í höndum okkar þingmanna. Við sitjum á Alþingi og hér er fylgst með okkur allan daginn, alla daga, í þessum sjónvarpsmyndavélum og fjölmiðlum o.fl. Ef við höldum málinu á lofti og ræðum það reglulega, ekki einu sinni og svo búið, þá munum við sjá breytingar og ég trúi því. Þarna liggja okkar gullnu tækifæri.