146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar.

378. mál
[19:05]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Það er alveg laukrétt, okkur ber að sjálfsögðu að fara eftir lögum og lögin kveða á um það að stefnu í barnaverndarmálum skuli setja milli sveitarstjórnarkosninga. Þessi áætlun er í sjálfu sér seint fram komin en gildir þá fram að næstu sveitarstjórnarkosningum og þá ber okkur að leggja fram nýja áætlun í þessum málum til þarnæstu sveitarstjórnarkosninga. Það skýrir stuttan gildistíma þessarar áætlunar.