146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar.

378. mál
[19:11]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Það er á ábyrgð ríkisins að fjármagna nýtt meðferðarheimili og það fjármagn hefur verið tryggt og er nú þegar gert ráð fyrir þessu í núverandi fjárlögum og svo aftur í fimm ára ríkisfjármálaáætlun sem lögð hefur verið fram. Það á því ekki að vera vandamál. Varðandi samstarfið við sveitarfélögin ætla ég ekki að úttala mig um það hafandi verið þrjá mánuði í starfi en ég hef ekki orðið var við annað en að það sé gott. Ég á ekki von á öðru en að það verði áfram gott um staðsetningu þessa meðferðarheimilis en næsta verkefni á dagskrá er að finna þeirri nýbyggingu stað.