146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

brottfall laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og niðurlagning Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbanka Íslands.

387. mál
[17:52]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þarf nú svo sem ekki að hafa þetta mjög langt. Ég heyri að við erum nokkuð í takt hvort við annað, ég og hv. þingmaður. Aðalatriðið sem er til umræðu hér er að með því að fella niður þau lög sem hér er um að ræða er ekki verið að skerða nein réttindi, þau haldast. Líklegast er hægt að færa rök fyrir því að verið sé að gæta réttindanna og tryggja þau enn betur en annars hefði orðið.