146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

almenn hegningarlög.

419. mál
[23:54]
Horfa

Flm. (Jón Steindór Valdimarsson) (V) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Mér finnst athugasemd hennar allrar athygli verð. Mér finnst meira en sjálfsagt að skoða hvort með þessu orðalagi sé verið að þrengja að. Hugsunin auðvitað er sú að það getur falist ofbeldi í því að loka fólk inni og gefa því lyf, enda stendur það með öðrum en sambærilegum hætti í lok greinarinnar. Ég er alveg til í að ræða það eða að nefndin skoði það hvort ástæða sé til að breyta þessu. En hugmyndin er auðvitað er sú að benda á að ofbeldi hefur margs konar myndir.