146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

hollustuhættir og mengunarvarnir.

376. mál
[00:45]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Teitur Björn Einarsson) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir framhaldsnefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar. Nefndin tók málið að nýju til umfjöllunar eftir 2. umr. Á fundinum voru til umræðu atriði er lúta að skyldu Umhverfisstofnunar til að gefa út starfsleyfi að uppfylltum ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, samanber 7. gr. frumvarpsins.

Í stuttu máli brást nefndin við þessari gagnrýni með breytingartillögu við 2. umr. þar sem í c-lið 2. töluliðar var lagt til að orðin „að teknu tilliti til annarrar löggjafar“ bættust við 3. málslið 1. mgr. a-liðar 7. gr. frumvarpsins. Þannig að í sem allra stystu máli þá var ekkert annað gert.

Nefndin leggur til að þetta verði samþykkt.