146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[02:03]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Hæstv. fjármálaráðherra skrifaði í fjármálaáætlun sína að uppbygging væri andstaða sparnaðar. Það er fásinna. Þegar við búum við vanfjármagnað heilbrigðiskerfi, menntakerfi, vegi sem eru að grotna niður, felst einmitt mikill ágóði í því að leggja út í útgjöld. Ég held að aldrei fyrr hafi ríkisstjórn svikið kosningaloforð sín jafn hratt og þessi hefur gert. Ef hæstv. fjármálaráðherra ræki út úr sér tunguna væri hún örugglega svört.