148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

málefni fatlaðs fólks og aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.

28. mál
[12:07]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með öðrum hv. þingmönnum, það er fagnaðarefni að tekist hafi að fjölga samningunum enn meira. Ég legg þó sérstaka áherslu á það sem var algjör samstaða um í hv. velferðarnefnd, það að svokallaður öndunarvélahópur muni njóta forgangs og að tekið verði tillit til hans þegar aukafjárveitingin kemur til þannig að hægt sé að gera notendasamninga við hann strax á nýju ári.