148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:12]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er tillaga um að setja til viðbótar 500 milljónir í heilbrigðisstofnanir úti á landi. Forsvarsmenn þessara heilbrigðisstofnana komu til fjárlaganefndar og töluðu einum rómi um að það vantaði aukna fjármuni í þá starfsemi, að það vantaði 1 milljarð. Meiri hluti fjárlaganefndar ákveður að gera tillögu um 400 milljónir aukalega og hér leggjum við í Samfylkingunni fram tillögu um 500 milljónir til viðbótar sem vantar til að halda í horfinu. Við erum ekki enn þá komin að innspýtingunni. Við erum ekki nálægt stórsókninni.

Auðvitað mun ríkissjóður ekki fara á hliðina þó að við samþykkjum þessa tillögu upp á 500 milljónir. Þess vegna sýnast mér vera gríðarleg vonbrigði í niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar hér því að enn og aftur sjáum við að Vinstri grænir í stjórn eru allt annað en Vinstri grænir í stjórnarandstöðu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)