148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:48]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Í frumvarpinu er óskað eftir heimild þingsins til þess að selja land ríkisins að Keldum, á Keldnaholti og við Úlfarsá. Umrætt landsvæði hefur verið í umræðunni sem hentugt svæði fyrir staðsetningu nýs Landspítala. Í tillögunni er gert ráð fyrir að heimildin falli út og er af þessari tillögu stjórnarflokkanna ekki hægt að álykta á annan veg en að markvisst sé stefnt að því að koma í veg fyrir að nýr Landspítali rísi á nýjum stað. Stjórnarflokkarnir virðast einhuga í þeim efnum.

Einn stjórnarflokkanna, Framsóknarflokkurinn, lagði áherslu á það fyrir kosningar að nýr Landspítali yrði reistur á nýjum stað. Flokkurinn virðist hafa fallið frá þessu kosningaloforði um leið og hann settist í ríkisstjórn. Það er dapurlegt.

Þingmaðurinn segir já.