148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:40]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Stráksskapur hv. þm. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er skemmtilegur. En það er auðvitað enginn bragur á því að afgreiða tillögu undir lok árs þegar kemur að afnámi virðisaukaskatts á ákveðna vöru og gera það ekki í samhengi við ríkisfjármálaáætlun og fjárlagafrumvarp sem hér er til afgreiðslu. En ég gleðst í hjarta mínu yfir því að eiga jafn öflugan samherja í þessu máli og við klárum það vonandi á komandi ári. Hafðu þökk fyrir það, hv. þingmaður, jafnvel þótt stráksskapur liggi þar að baki.