148. löggjafarþing — 21. fundur,  5. feb. 2018.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:51]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég held að það hafi kristallast hér í þessari umræðu að það er ekkert annað í stöðunni en að birta þessar upplýsingar. Það ætti að vera tiltölulega auðframkvæmanlegt. Eins og hv. þm. Óli Björn Kárason nefndi ku þetta vera mekanismi sem var smíðaður í tíð fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Birtum þetta bara, Óli Björn. Ég skildi orð þín á þann veg að þú sæir ekkert því til (Forseti hringir.) fyrirstöðu. Á meðan ekki er ljóst, og menn slá úr og í með það, hvort um forkaupsrétt er að ræða eða ekki segi ég bara: Birtum þetta allt saman og gerum það strax.