148. löggjafarþing — 23. fundur,  7. feb. 2018.

samræming verklags um fjarfundi á vegum ráðuneyta.

45. mál
[16:31]
Horfa

Flm. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka þingmanninum enn og aftur fyrir afar gott og áhugavert andsvar. Ég verð að viðurkenna að ég fékk kaldan hroll þegar þingmaðurinn nefndi tæknimál. Sú sem hér stendur er ekki þekkt fyrir að vera mikið tæknitröll. Ég saknaði þess að sjá Pírata í salnum. Þeir geta eflaust svarað þessu. Ég sé einn hér í hliðarsalnum, meðflutningsmann minn, hv. þm. Björn Leví Gunnarsson. Hann getur kannski skellt sér í ræðu og farið yfir öryggismálin.

Þetta er mjög mikilvægt atriði, öryggismálin og upplýsingaöryggi. En enn og aftur, ég vona að starfshópurinn skoði akkúrat þetta. Vonandi verða einhverjir í þeim hópi sem hafa meira vit á því en ég.