148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

umræða um dagskrármál.

[12:44]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég skil svo sem þá klemmu sem virðulegi forseti er í og er það fjarri mér að leiðbeina honum. Ég er ekki mesti sérfræðingur í þessum sal þegar kemur að þingsköpum en hafi ég tekið rétt eftir lagði fjármálaráðherra ekki til að málið færi til fjárlaganefndar, sem er að vísu mér sem formanni efnahags- og viðskiptanefndar að meinalausu, heldur lagði hann það í hendur þingsins. Hæstv. forseti ætti þá a.m.k. að gefa þinginu svigrúm til að taka afstöðu til þeirrar niðurstöðu. Ég gerði athugasemd áður en hafist var handa við næsta mál.