148. löggjafarþing — 24. fundur,  8. feb. 2018.

stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

179. mál
[16:42]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni fyrir andsvarið. Ef mál mitt hefur skilist með þessum hætti þá er gott að fá tækifæri til að leiðrétta það. Ég lagði áherslu á að við nýttum bestu fáanlegu tækni miðað við aðstæður. Það eru ekki endilega jarðstrengir á hverjum tíma. Hins vegar hafa jarðstrengirnir valdið byltingu í dreifikerfinu úti um sveitir. En það þýðir ekki að það sé besta tæknin fyrir meginflutningskerfið. Það var alls ekki það sem ég átti við.

Við getum ekki endalaust beðið eftir betri lausn og verðum að taka ákvörðun miðað við hvað er heppilegast núna. Eftir fimm ár getur eitthvað annað verið betra og þá getum við bara skipt um skoðun.