148. löggjafarþing — 30. fundur,  27. feb. 2018.

almenn hegningarlög.

213. mál
[19:07]
Horfa

Flm. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það vill svo heppilega til að sú er hér stendur situr núna á þessu þingi í hv. allsherjar- og menntamálanefnd. Það er alls ekki ólíklegt að nákvæmlega þetta komi til umræðu í nefndinni. Ég hlakka þá bara til að fylgja þessu máli eftir og eiga í rökræðum um það, ef það þarf að búa betur um málin einhvers staðar annars staðar, hvernig við getum gert það, en hef þá jafnframt tækifæri til þess að lýsa efasemdum mínum um að þess sé kannski ekki þörf, alla vega ekki á þessum stað í hinum almennu hegningarlögum.

En núna fer málið út til umsagnar og nefndin skoðar það auðvitað út frá sem flestum hliðum.