148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

framlagning stjórnarmála.

[11:31]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Ég ætlaði bara örstutt að lýsa eftir því að við förum jafnvel að ræða um fjármálastefnuna vegna þess að hún kom náttúrulega fram í desember. Við höfum hana, við hefðum getað verið að ræða hana nú þegar. Þetta er eitthvað sem mun taka langan tíma að ræða.

Það er líka komið fram í mars, að vísu fyrsti dagur hans og til hamingju með daginn. Það er engu að síður þannig að fjármálaáætlunin á að vera komin fram. Af hverju getur hún ekki komið fram núna? Það liggur á henni, er eitthvað sem kemur í veg fyrir að hún geti komið fram? Af hverju taka allir þessir hlutir sem eru sjálfsagðir og eru árstíðabundnir, gerast á hverju einasta ári, svona langan tíma? Af hverju getur vinnan hjá ríkisstjórninni ekki verið aðeins skipulegri, ég spyr?