148. löggjafarþing — 33. fundur,  5. mars 2018.

landverðir.

[15:43]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Hæstv. forseti. Ég vona að ég sé ekki að fara með fleipur, en ég tel að ráðuneytið eigi fund með umhverfis- og samgöngunefnd jafnvel nú í vikunni akkúrat um þetta mál. Samkvæmt lögunum um innviðaáætlunina ber að kynna nefndinni þær tillögur sem eru í þriggja ára áætlun og ég geri ráð fyrir að það eigi sér stað núna.

Ég er ekki með viknafjöldann á hreinu fyrir árið ár. Það kann að vera að stofnanirnar hafi fært eitthvað til í rekstraráætlunum sínum, og þær séu með því móti að hreyfa eitthvað til eða hagræða, það þekki ég ekki hundrað prósent. En það er alveg ljóst að innviðafjármagnið mun koma að mjög góðum notum þarna og þá styrkja landvörsluna sem um það munar. Stofnanirnar munu fá að vita um þessar upphæðir eða fá ádrátt um þær mjög fljótlega.