148. löggjafarþing — 35. fundur,  6. mars 2018.

vantraust á dómsmálaráðherra.

344. mál
[18:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér hefur margt komið fram og m.a. orðin: Skaðinn er skeður. Þá líður mér dálítið eins og ég horfi á naut í postulínsbúð sem eru búin að hlaupa út um allt og brjóta allt, en það sem við ætlum að gera er að bera inn meira postulín, það er lærdómurinn greinilega af þessu hér, í staðinn fyrir að toga nautin út. Svolítið áhugavert.

Einnig hefur verið talað um að verið sé að taka ábyrgð. Ég spyr aftur: Hvernig er verið að axla ábyrgð? Í alvöru, ég spyr að því. Það er greinilegt af orðum hv. þm. Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur að Sjálfstæðisflokkurinn gengur frá stjórnarsamstarfinu ef vantrauststillagan verður samþykkt. Þar biðla ég til þingmanna að vega og meta hvort er mikilvægara traust eða stjórnarsamstarf. Verið er að hengja sig í ýmis konar mat, matskennda reglu. Við sjáum það í rauninni á öllu þessu ferli hérna að á síðasta kjörtímabili hafði meiri hlutinn rangt fyrir sér. Dómur Hæstaréttar staðfesti það. Aðstæðurnar og gögnin sem við sjáum voru að þingið fékk ekki allar upplýsingar. Það gerðist að meiri hluti hafði rangt fyrir sér. Ætlar hann að hafa rangt fyrir sér aftur? Næsta ræða