148. löggjafarþing — 35. fundur,  6. mars 2018.

vantraust á dómsmálaráðherra.

344. mál
[19:16]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Orð Ungra vinstri grænna ná vel utan um þetta, með leyfi forseta:

„Það er ótækt að Sigríður skuli gegna embætti dómsmálaráðherra eftir að hafa brotið lög um skipun dómara í Landsrétt, þar sem hún íhlutaðist í lista valnefndar án þess að hafa haldbæran rökstuðning til. Dómsmálaráðherra braut lög sem eiga að koma í veg fyrir að spilling ráði för við skipan dómara. Það er ólíðandi að vinnubrögð af hendi ráðamanns í lýðræðissamfélagi sem bera vott um spillingu hafi engar afleiðingar í för með sér þrátt fyrir dómsúrskurð um að vinnubrögðin hafi brotið í bága við lög. Ef slík lög hafa engin áhrif, er íslenska dómskerfið ekki í stakk búið til þess að taka á spillingu.

Í ljósi þess er eðlileg krafa að Sigríður Á. Andersen víki af þingi og að skipaður verði nýr dómsmálaráðherra. Það er einnig mikilvægur liður í því að auka traust almennings á Alþingi.“

Herra forseti. Gjörðir vega þyngra en orð.

Herra forseti. Ég segi já