148. löggjafarþing — 35. fundur,  6. mars 2018.

vantraust á dómsmálaráðherra.

344. mál
[19:18]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég ber fullt traust til hæstv. dómsmálaráðherra Sigríðar á Andersen. Það var alveg ljóst, eins og komið hefur fram í umræðunum, að ekki var meiri hluti fyrir óbreyttum lista hæfnisnefndarinnar. Ég tel viðbrögð ráðherra rétt, hvernig hún rannsakaði málið, hvernig hún kom með nýjan lista eftir að hafa metið málið með sínum hætti og kom með hann hingað inn á þingið þar sem þingið samþykkti tillögu hennar.

Það má fara yfir margt sem gerst hefur í umræðunni í dag en það er eitt sem ég ætla ekki að láta óátalið. Það er sú lágkúra að leggjast svo lágt að vitna til orða látins ráðherra og þingmanns, nota þau og snúa þeim með sínum hætti til að rökstyðja mál sitt. Ég segi nei.