148. löggjafarþing — 71. fundur,  8. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[14:08]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þessi tillaga gerir ráð fyrir sérstöku aukaframlagi árlega til næstu fimm ára til lögbundinna stofnana ríkisins á Suðurnesjum, heilbrigðisstofnunar, lögreglu og Fjölbrautarskóla Suðurnesja, vegna fordæmalausrar fólksfjölgunar á svæðinu og leiðréttingar á lægri framlögum undanfarinna ára í samanburði við stofnanir á landsbyggðinni. Heildarupphæðin er 700 milljónir og skiptist niður á fimm ár. Hún er fjármögnuð með 7% af hreinum tekjum ríkissjóðs af sölu eigna sem ríkið tók við af Bandaríkjaher við brotthvarf varnarliðsins.