148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

Íslandsstofa.

492. mál
[16:34]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með hv. þm. Ara Trausta Guðmundssyni um kostina sem felast í nánari tengingu sveitarfélaganna eða samtaka þeirra og þar með markaðsstofa landshlutanna. Þetta er ein af þeim breytingartillögum sem eru mjög til bóta en jafnframt er hún áminning um að það hefði mátt ná því sama fram gagnvart atvinnurekendum, að nýta þá þekkingu og reynslu sem þar er til staðar og ná henni saman í einhvers konar miðpunkt svo úr yrði eitthvað stærra en summa partanna. Það sama á við hvað það varðar eins og með markaðsstofur landshlutanna, eins og með sveitarfélögin eða samtök þeirra. Vonandi mun þetta þróast áfram í rétta átt en þessi tiltekna breytingartillaga er sannarlega til bóta og því segi ég já.