Félag fyrrverandi alþingismanna

Stjórn félagsins

Stjórnarmenn Sími Netföng
Formaður: Svavar Gestsson 860 2888  svavar@gmail.com
Varaformaður: Sólveig Pétursdóttir 863 9996 solveigp@fjolugata1.is
Ritari: Sighvatur Björgvinsson 898 4121 sb2301@simnet.is
Gjaldkeri: Jón Kristjánsson 895 5474 jonkristjansson@simnet.is
Meðstjórnandi: Kristín Einarsdóttir
einarsdottir@gmail.com

Skipan stjórnar frá 1986


Samkvæmt upplýsingum úr fundargerðarbók.

1986-1989 

Jónas G. Rafnar, formaður  Þórarinn Þórarinsson, varaformaður  Gils Guðmundsson, ritari  Birgir Finnsson, gjaldkeri  Sigurður Óli Ólafsson, meðstjórnandi 

1990-1992 

 Davíð Ólafsson, formaður  Bjarni Guðbjörnsson, ritari  Birgir Finnsson, gjaldkeri  Magnús T. Ólafsson, meðstjórnandi  Pétur Pétursson, meðstjórnandi 

1993-1995 

Matthías Á. Mathiesen, formaður  Magnús T. Ólafsson, ritari  Pétur Pétursson, gjaldkeri  Björgvin Jónsson, meðstjórnandi  Eggert G. Þorsteinsson, meðstjórnandi 

1996 

Matthías Á. Mathiesen, formaður  Björgvin Jónsson  Geir Gunnarsson  Magnús Torfi Ólafsson  Pétur Pétursson 

1997 

Matthías Á. Mathiesen, formaður  Björgvin Jónsson  Geir Gunnarsson  Jón Sæmundur Sigurjónsson  Kristín Einarsdóttir 

1998-2002 

Matthías Á. Mathiesen, formaður  Geir Gunnarsson  Jón Sæmundur Sigurjónsson  Jón Skaftason  Kristín Einarsdóttir 

2003-2004 

Ragnar Arnalds, formaður  Ingibjörg Pálmadóttir  Jón Sæmundur Sigurjónsson  Kristín Ástgeirsdóttir  Salome Þorkelsdóttir 

2005-2010 

Ragnar Arnalds, formaður  Guðrún Agnarsdóttir  Ingibjörg Pálmadóttir  Jón Sæmundur Sigurjónsson  Salome Þorkelsdóttir 

Starfsemi félagsins

Í félaginu eru um 150 félagsmenn. Einnig eru eftirlifandi makar fyrrverandi alþingis­manna ávallt velkomnir á árshátíðir og í ferðalög sem félagið stendur fyrir, þótt þeir séu ekki formlegir félagar, og hafa fjölmennt á þær samkomur.

Aðalfund ber að halda í janúar til mars ár hvert. Aðalfundur kýs fimm menn í stjórn og ákveður árgjald hverju sinni.

Árshátíð félagsins er venjulega haldin um miðjan mars og er ávallt fjölsótt. Venja er að starfandi alþingismaður flytji aðalræðu kvöldsins.

Félagið efnir árlega til hópferðar, oftast um hásumarið. Sumarið 2006 fagnaði félagið 20 ára afmæli sínu með dagsferð um Bláskógabyggð og var kvöldverður snæddur í Skálholti í boði forseta Alþingis.

Félagið hefur haldið aðalfundi sína í húsakynnum Alþingis í Reykjavík. Skrifstofa þingsins hefur liðsinnt félaginu frá stofnun þess og veitt því margvíslegan stuðning og þjónustu. Heimili félagsins er hjá Alþingi og er Heiðrún Pálsdóttir, ritari forseta, tengiliður skrifstofunnar.

Félagið hefur talsverð samskipti við systurfélög sín á Norður­löndunum og hefur átt fulltrúa á aðalfundum félaganna í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Systur­félögin eru: Foreningen av tidligare stortings­representanter (Noregur), Riksdagens Veteranforening (Svíþjóð), Forhenværende Folketingsmedlemmers Forening (Danmörk), Veteranföreningen vid Finlands riksdag.

Saga félagsins

Félag fyrrverandi alþingis­manna var formlega stofnað árið 1986, en að félagsstofnun var nokkur aðdragandi. Í maímánuði 1985 hittust nokkrir fyrrverandi alþingismenn á Hótel Borg og ræddu um það yfir kaffibolla að gaman væri að koma saman stöku sinnum til þess að rifja upp gömul kynni og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Niðurstaðan varð sú að athuga um félagsstofnun - og aftur var komið saman á Borginni.

Fimmtudaginn 29. ágúst 1985 var farin ferð til Þingvalla og voru þátttakendur 27 fyrrverandi alþingismenn. Lagt var upp frá Umferðarmiðstöðinni og komið til Þingvalla kl. 19. Þar var snæddur kvöldverður. Meðan á borðhaldi stóð voru fluttar ræður og skemmtu menn sér hið besta. Utan Valhallar var tekin mynd af hópnum. Á þessum Þingvallafundi var ákveðið að stefnt skyldi að félagsstofnun.

Stofnfundurinn var svo haldinn á Hótel Borg þann 7. mars 1986. Á honum voru 29 fyrrverandi alþingismenn sem samþykktu lög fyrir félagið. Fáum dögum eftir stofnfund var, skv. nýsamþykktum lögum, öllum þeim sem rétt höfðu til aðildar að félaginu en voru ekki á fundinum skrifað bréf um félagsstofnunina og þeim send lögin. Jafnframt sagði í bréfi til þeirra á þessa leið:

„Með bréfi þessu er öllum fyrrverandi kjörnum alþingismönnum, sem orðnir eru sextugir, boðið að gerast félagsmenn. Eru þeir, sem áhuga hafa, vinsamlegast beðnir að tilkynna það formanni eða ritara bréflega eða símleiðis. Þeir sem gerast félagsmenn fyrir 1. maí nk. teljast stofnendur félagsins.“

Þá bættust við 15 stofnfélagar þannig að samtals voru þeir 44. Fyrsti formaður var Jónas G. Rafnar.

Fyrsti formaður hins danska félags fyrrverandi þjóðþingmanna (Forhenværende Folketingsmedlemmers Forening), Erik Finnemann Bruun, var helsti hvatamaður stofnunar íslenska félagsins rétt eins og sambærilegra félaga annars staðar á Norðurlöndunum.