Konur á Alþingi

Í alþingiskosningunum 25. september 2021 náðu 30 konur kjöri. Hlutfall kvenna á þingi er nú 47,6%.

Konur hlutu kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis með stjórnarskrárbreytingu sem staðfest var 19. júní 1915. Þeim rétti gátu þær fyrst beitt við kosningar 1916, í landskjörinu 5. ágúst það ár og síðar í kjördæmakosningunum 21. október um haustið. Bríet Bjarnhéðinsdóttir var þá kjörin varamaður landskjörinna en tók aldrei sæti á Alþingi.

Fyrst var kona kjörin til Alþingis í landskjörinu 8. júlí 1922. Það var Ingibjörg H. Bjarnason af Kvennalista. Hún gekk svo í raðir íhaldsmanna og síðar sjálfstæðismanna. Ingibjörg var 2. varaforseti efri deildar 1925–1927. Guðrún Lárusdóttir varð fyrst kvenna til að hljóta kosningu í almennum alþingiskosningum, þ.e. 1934, en hafði áður verið landskjörin 1930.

Lengstu þingsetu kvenna á Jóhanna Sigurðardóttir, en hún sat á Alþingi samfellt frá árinu 1978 til 2013, tæp 35 ár.

Fyrst kvenna til að hljóta kosningu sem forseti (aðalforseti) var Ragnhildur Helgadóttir, hún var kjörin forseti neðri deildar 1961–1962 og á ný 1974–1978. Salome Þorkelsdóttir var kjörin forseti efri deildar. 1983–1987, og síðar forseti sameinaðs þings 1991 og fyrsti forseti Alþingis 1991–1995 (eftir afnám deildaskiptingar 1991). Guðrún Helgadóttir var kjörin forseti sameinaðs Alþingis 1988–1991, fyrst kvenna til að verða fyrirsvarsmaður Alþingis.

Í eftirfarandi skrá er yfirlit yfir þær konur sem átt hafa fast sæti á Alþingi á hverju kjörtímabili síðan 1916 ásamt hlutfalli þeirra af þingmannafjöldanum. Breytingar eru sýndar innan kjörtímabils ef konur taka sæti aðalmanns og jafnframt breytt hlutfall af þingmannahópnum ef þær taka sæti karls. Þess skal getið að Ingibjörg H. Bjarnason og Guðrún Lárusdóttir eru ekki kosnar á almennum kjördögum við upphaf kjörtímabils fram til 1934, heldur í landskjöri sem fór fram á öðrum tíma, Ingibjörg 1922 og Guðrún 1930.

Í alþingiskosningunum 29. október 2016 náðu 30 konur kjöri og varð hlutfall kvenna á þingi þá 47,6%. Aldrei höfðu fleiri konur náð kjöri í alþingiskosningum. Í kosningunum 25. september 2021 gerðist það aftur að 30 konur náðu kjöri og varð hlutfall kvenna þá aftur 47,6%.

1916–1919

Engin 0%

1919–1923

Ingibjörg H. Bjarnason (kosin 1922) 2,4%

1923–1927

Ingibjörg H. Bjarnason 2,4%

1927–1931

Ingibjörg H. Bjarnason (til 1930) 2,4%
Guðrún Lárusdóttir (kosin 1930) 2,4%

1931–1933

Guðrún Lárusdóttir 2,4%

1933–1934

Guðrún Lárusdóttir 2,4%

1934–1937

Guðrún Lárusdóttir 2,0%

1937–1942 

Guðrún Lárusdóttir 2,0%

Eftir andlát Guðrúnar Lárusdóttur 1938 0%

1942

Engin 0%

1942–1946

Engin 0%

1946–1949

Katrín Thoroddsen 1,9%

1949–1953

Kristín L. Sigurðardóttir 3,8%
Rannveig Þorsteinsdóttir

1953–1956

Engin 0%

1956–1959

Ragnhildur Helgadóttir 1,9%

1959

Ragnhildur Helgadóttir 1,9%

1959–1963

Auður Auðuns 3,3%
Ragnhildur Helgadóttir

1963–1967

Auður Auðuns 1,7%

1967–1971

Auður Auðuns 1,7%

1971–1974

Auður Auðuns 5,0%
Ragnhildur Helgadóttir
Svava Jakobsdóttir

1974–1978

Ragnhildur Helgadóttir 5,0%
Sigurlaug Bjarnadóttir
Svava Jakobsdóttir

1978–1979

Jóhanna Sigurðardóttir 5,0%
Ragnhildur Helgadóttir
Svava Jakobsdóttir

1979–1983

Guðrún Helgadóttir 5,0%
Jóhanna Sigurðardóttir
Salome Þorkelsdóttir

1983–1987

Guðrún Agnarsdóttir 15,0%
Guðrún Helgadóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Kolbrún Jónsdóttir
Kristín Halldórsdóttir
Kristín S. Kvaran
Ragnhildur Helgadóttir
Salome Þorkelsdóttir
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir

1987–1991

Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir 20,6%
Danfríður Skarphéðinsdóttir
Guðrún Agnarsdóttir (afsögn 1990)
Guðrún Helgadóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Kristín Einarsdóttir
Kristín Halldórsdóttir (afsögn 1989)
Margrét Frímannsdóttir
Málmfríður Sigurðardóttir
Ragnhildur Helgadóttir
Salome Þorkelsdóttir
Valgerður Sverrisdóttir
Þórhildur Þorleifsdóttir
Rannveig Guðmundsdóttir (tók sæti 1989) 22,2%
Anna Ólafsdóttir Björnsson (tók sæti 1989)
Guðrún J. Halldórsdóttir (tók sæti 1990)
Sólveig Pétursdóttir (tók sæti 1991) 23,8%

1991–1995

Anna Ólafsdóttir Björnsson 23,8%
Guðrún Helgadóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (afsögn 1994)
Ingibjörg Pálmadóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir
Kristín Ástgeirsdóttir
Kristín Einarsdóttir
Lára Margrét Ragnarsdóttir
Margrét Frímannsdóttir
Rannveig Guðmundsdóttir
Salome Þorkelsdóttir
Sigríður A. Þórðardóttir
Sólveig Pétursdóttir
Valgerður Sverrisdóttir
Petrína Baldursdóttir (tók sæti 1993) 25,4%
Guðrún J. Halldórsdóttir (tók sæti 1994)

1995–1999

Arnbjörg Sveinsdóttir 25,4%
Ásta R. Jóhannesdóttir
Bryndís Hlöðversdóttir
Guðný Guðbjörnsdóttir
Ingibjörg Pálmadóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Kristín Ástgeirsdóttir
Kristín Halldórsdóttir
Lára Margrét Ragnarsdóttir
Margrét Frímannsdóttir
Rannveig Guðmundsdóttir
Sigríður A. Þórðardóttir
Siv Friðleifsdóttir
Sólveig Pétursdóttir
Svanfríður Jónasdóttir
Valgerður Sverrisdóttir
Sigríður Jóhannesdóttir (tók sæti 1996) 27,0%
Ásta B. Þorsteinsdóttir (tók sæti 1998) 28,6%
Eftir andlát Ástu B. Þorsteinsdóttur 1998 27,0%
Katrín Fjeldsted (tók sæti 1999) 28,6%
Guðrún Helgadóttir (tók sæti 1999) 30,2%

1999–2003

Arnbjörg Sveinsdóttir 34,9%
Ásta R. Jóhannesdóttir
Ásta Möller
Bryndís Hlöðversdóttir
Drífa Hjartardóttir
Guðrún Ögmundsdóttir
Ingibjörg Pálmadóttir (afsögn 2001)
Jóhanna Sigurðardóttir
Katrín Fjeldsted
Kolbrún Halldórsdóttir
Lára Margrét Ragnarsdóttir
Margrét Frímannsdóttir
Rannveig Guðmundsdóttir
Sigríður Jóhannesdótttir
Sigríður A. Þórðardóttir
Siv Friðleifsdóttir
Sólveig Pétursdóttir
Svanfríður Jónasdóttir
Valgerður Sverrisdóttir
Þorgerður K. Gunnarsdóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þuríður Backman
Jónína Bjartmarz (tók sæti 1999) 36,5%
Eftir afsögn Ingibjargar Pálmadóttur 34,9%
Sigríður Ingvarsdóttir (tók sæti 2001) 36,5%

2003–2007

Anna Kristín Gunnarsdóttir 30,2%
Ásta R. Jóhannesdóttir
Bryndís Hlöðversdóttir (afsögn 2005)
Dagný Jónsdóttir
Drífa Hjartardóttir
Guðrún Ögmundsdóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Jónína Bjartmarz
Katrín Júlíusdóttir
Kolbrún Halldórsdóttir
Margrét Frímannsdóttir
Rannveig Guðmundsdóttir
Sigríður A. Þórðardóttir
Siv Friðleifsdóttir
Sólveig Pétursdóttir
Valgerður Sverrisdóttir
Þorgerður K. Gunnarsdóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þuríður Backman
Arnbjörg Sveinsdóttir (tók sæti 2004) 31,7%
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (tók sæti 2005)
Ásta Möller (tók sæti 2005) 33,3%
Sigurrós Þorgrímsdóttir (tók sæti 2006) 34,9%
Sæunn Stefánsdóttir (tók sæti 2006) 36.5%

2007–2009

Arnbjörg Sveinsdóttir 31,7%
Álfheiður Ingadóttir
Ásta R. Jóhannesdóttir
Ásta Möller
Björk Guðjónsdóttir
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Katrín Jakobsdóttir
Katrín Júlíusdóttir
Kolbrún Halldórsdóttir
Ólöf Nordal
Ragnheiður E. Árnadóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Siv Friðleifsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Valgerður Sverrisdóttir
Þorgerður K. Gunnarsdóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þuríður Backman
Herdís Þórðardóttir (tók sæti 2007) 33.3%
Helga Sigrún Harðardóttir (tók sæti 2008) 34,9%
Eygló Harðardóttir (tók sæti 2008) 36.5%

2009–2013

Álfheiður Ingadóttir 42,9%
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Birgitta Jónsdóttir
Eygló Þóra Harðardóttir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Jónína Rós Guðmundsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
Katrín Júlíusdóttir
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Lilja Mósesdóttir
Margrét Tryggadóttir
Oddný G. Harðardóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Ólöf Nordal
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Siv Friðleifsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir (afsögn 2010)
Svandís Svavarsdóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir
Valgerður Bjarnadóttir
Vigdís Hauksdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir (afsögn 2011)
Þuríður Backman
Eftir afsögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur 41,3%
Eftir afsögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur 39,7%.

2013–2016

Birgitta Jónsdóttir 39,7%
Bjarkey Gunnarsdóttir
Björt Ólafsdóttir
Brynhildur Pétursdóttir
Elín Hirst
Elsa Lára Arnardóttir
Eygló Harðardóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Jóhanna María Sigmundsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
Katrín Júlíusdóttir
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Líneik Anna Sævarsdóttir
Oddný G. Harðardóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Sigrún Magnúsdóttir
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir
Valgerður Bjarnadóttir
Valgerður Gunnarsdóttir
Vigdís Hauksdóttir
Þórunn Egilsdóttir
Steinunn Þóra Árnadóttir (tók sæti 2014) 41,3%
Sigríður Á. Andersen (tók sæti 2015) 42,9%
Ásta Guðrún Helgadóttir (tók sæti 2015) 44,4%
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (tók sæti 2015) 46%

2016–2017

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir 47,6%
Ásta Guðrún Helgadóttir
Birgitta Jónsdóttir
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Björt Ólafsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Elsa Lára Arnardóttir
Eva Pandora Baldursdóttir
Eygló Harðardóttir
Halldóra Mogensen
Hanna Katrín Friðriksson
Jóna Sólveig Elínardóttir
Katrín Jakobsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Nichole Leigh Mosty
Oddný G. Harðardóttir
Ólöf Nordal
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Sigríður Á. Andersen
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Steinunn Þóra Árnadóttir
Svandís Svavarsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir
Valgerður Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Þórunn Egilsdóttir.
Hildur Sverrisdóttir (tók sæti eftir andlát Ólafar Nordal 2017) 47,6%

2017–2021

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir 38%
Anna Kolbrún Árnadóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Halla Signý Kristjánsdóttir
Halldóra Mogensen
Hanna Katrín Friðriksson
Helga Vala Helgadóttir
Inga Sæland
Katrín Jakobsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Líneik Anna Sævarsdóttir
Oddný G. Harðardóttir
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Sigríður Á. Andersen
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Steinunn Þóra Árnadóttir
Svandís Svavarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Þórunn Egilsdóttir

2021–

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir 47,6%
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Berglind Ósk Guðmundsdóttir
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Bryndís Haraldsdóttir
Diljá Mist Einarsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir
Halla Signý Kristjánsdóttir
Halldóra Mogensen
Hanna Katrín Friðriksson
Helga Vala Helgadóttir
Hildur Sverrisdóttir
Inga Sæland
Ingibjörg Isaksen
Jódís Skúladóttir
Katrín Jakobsdóttir
Kristrún Frostadóttir
Lilja Alfreðsdóttir
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
Líneik Anna Sævarsdóttir
Oddný G. Harðardóttir
Steinunn Þóra Árnadóttir
Svandís Svavarsdóttir
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir