Ráðherrar frá 1904

Raða í stafrófsröð

  • Hannes Hafstein. Ráðherra Íslands 1904–1909 og 1912–1914.
  • Klemens Jónsson. Sat tímabundið á Alþingi 1907, 1909, 1913 og 1914 sem umboðsmaður ráðherra í forföllum hans. Atvinnumálaráðherra 1922–1924, jafnframt fjármálaráðherra 1923–1924.
  • Björn Jónsson. Ráðherra Íslands 1909–1911.
  • Kristján Jónsson. Ráðherra Íslands 1911–1912.
  • Sigurður Eggerz. Ráðherra Íslands 1914–1915, fjármálaráðherra 1917–1920, forsætisráðherra 1922–1924.
  • Einar Arnórsson. Ráðherra Íslands 1915–1917, dóms- og menntamálaráðherra 1942–1944.
  • Björn Kristjánsson. Fjármálaráðherra 1917.
  • Sigurður Jónsson. Atvinnumálaráðherra 1917–1920.
  • Jón Magnússon. Forsætisráðherra 1917–1922 og 1924–1926.
  • Magnús Guðmundsson. Fjármálaráðherra 1920–1922, atvinnumálaráðherra 1924–1927, dómsmálaráðherra 1932–1934.
  • Pétur Jónsson. Atvinnumálaráðherra 1920–1922.
  • Magnús Jónsson. Fjármálaráðherra 1922–1923.
  • Jón Þorláksson. Fjármálaráðherra 1924–1926, forsætis- og fjármálaráðherra 1926–1927.
  • Jónas Jónsson frá Hriflu. Dóms- og kirkjumálaráðherra 1927–1931 og 1931–1932.
  • Magnús Kristjánsson. Fjármálaráherra 1927–1928.
  • Tryggvi Þórhallsson. Forsætisráðherra 1927–1932.
  • Einar Árnason. Fjármálaráðherra 1929–1931.
  • Sigurður Kristinsson. Atvinnu- og samgöngumálaráðherra 1931.
  • Ásgeir Ásgeirsson. Fjármálaráðherra 1931–1932, forsætis- og fjármálaráðherra 1932–1934.
  • Þorsteinn Briem. Atvinnumálaráðherra 1932–1934.
  • Eysteinn Jónsson. Fjármálaráðherra 1934–1939, viðskiptamálaráðherra 1939–1942, menntamálaráðherra 1947–1949, fjármálaráðherra 1950– 1958.
  • Haraldur Guðmundsson. Atvinnu- og samgöngumálaráðherra 1934–1938.
  • Hermann Jónasson. Forsætisráðherra 1934–1942 og 1956–1958, landbúnaðarráðherra 1950–1953.
  • Skúli Guðmundsson. Atvinnumálaráðherra 1938–1939, fjármálaráðherra 1954.
  • Jakob Möller. Fjármálaráðherra 1939–1942, fjármála- og dómsmálaráðherra 1942.
  • Ólafur Thors. Dómsmálaráðherra 1932, atvinnumálaráðherra 1939–1942, sjávarútvegs- og iðnaðarmálaráðherra 1950–1953, forsætisráðherra 1942, 1944–1947, 1949–1950, 1953–1956 og 1959–1963.
  • Stefán Jóh. Stefánsson. Félagsmálaráðherra 1939–1941, utanríkis- og félagsmálaráðherra 1941–1942, forsætis- og félagsmálaráðherra 1947–1949.
  • Magnús Jónsson. Atvinnumálaráðherra 1942.
  • Björn Ólafsson. Fjármála- og viðskiptamálaráðherra 1942–1944 og 1949–1950, mennta- og viðskiptamálaráðherra 1950–1953.
  • Björn Þórðarson. Forsætis-, heilbrigðis- og kirkjumálaráðherra 1942–1944. Félagsmálaráðherra 1943–1944. Dóms- og menntamálaráðherra 1944.
  • Jóhann Sæmundsson. Félagsmálaráðherra 1942–1943.
  • Vilhjálmur Þór. Utanríkis- og atvinnumálaráðherra 1942–1944.
  • Áki Jakobsson. Sjávarútvegsmálaráðherra 1944–1947.
  • Brynjólfur Bjarnason. Menntamálaráðherra 1944–1947.
  • Emil Jónsson. Samgöngumálaráðherra 1944–1947, samgöngu- og viðskiptamálaráðherra 1947–1949, forsætis-, sjávarútvegs- og samgöngumálaráðherra 1958–1959, sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra 1959–1965, utanríkisráðherra 1965–1971.
  • Finnur Jónsson. Félagsmála- og dómsmálaráðherra 1944–1947.
  • Pétur Magnússon. Fjármálaráðherra 1944–1947.
  • Bjarni Ásgeirsson. Landbúnaðarráðherra 1947–1949.
  • Bjarni Benediktsson. Utanríkis- og dómsmálaráðherra 1947–1949 og 1950–1953, utanríkis-, dóms- og menntamálaráðherra 1949–1950, dóms- og menntamálaráðherra 1953–1956, dóms-, kirkju-, heilbrigðis- og iðnaðarmálaráðherra 1959–1961 og 1962–1963, forsætisráðherra 1961 og 1963–1970.
  • Jóhann Þ. Jósefsson. Fjármála- og sjávarútvegsmálaráðherra 1947–1949, sjávarútvegs-, samgöngu- og iðnaðarmálaráðherra 1949–1950.
  • Jón Pálmason. Landbúnaðarráðherra 1949–1950.
  • Steingrímur Steinþórsson. Forsætis- og félagsmálaráðherra 1950–1953, landbúnaðar- og félagsmálaráðherra 1953–1956.
  • Ingólfur Jónsson. Viðskipta- og iðnaðarmálaráðherra 1953–1956, landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra 1959–1971.
  • Kristinn Guðmundsson. Utanríkis- og samgöngumálaráðherra 1953–1956.
  • Guðmundur Í. Guðmundsson. Utanríkisráðherra 1956–1958 og 1959–1965, utanríkis- og fjármálaráðherra 1958–1959.
  • Gylfi Þ Gíslason. Mennta- og iðnaðarmálaráðherra 1956–1958, mennta-, iðnaðar- og viðskiptamálaráðherra 1958–1959, mennta- og viðskiptamálaráðherra 1959–1971.
  • Hannibal Valdimarsson. Félags- og heilbrigðismálaráðherra 1956–1958, samgöngu- og félagsmálaráðherra 1971–1973.
  • Lúðvík Jósepsson. Sjávarútvegs- og viðskiptamálaráðherra 1956–1958, sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra 1971–1974.
  • Friðjón Skarphéðinsson. Dómsmála-, landbúnaðar- og félagsmálaráðherra 1958–1959.
  • Gunnar Thoroddsen. Fjármálaráðherra 1959–1965, iðnaðar- og félagsmálaráðherra 1974–1978, forsætisráðherra 1980–1983.
  • Jóhann Hafstein. Dóms- og kirkjumálaráðherra og iðnaðarmálaráðherra 1961 og 1963–1970. Forsætis- og iðnaðarráðherra 1970–1971.
  • Magnús Jónsson. Fjármálaráðherra 1965–1971.
  • Eggert G. Þorsteinsson. Sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra 1965–1970, sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1970–1971.
  • Auður Auðuns. Dóms- og kirkjumálaráðherra 1970–1971.
  • Einar Ágústsson. Utanríkisráðherra 1971–1978.
  • Halldór E Sigurðsson. Fjármála- og landbúnaðarráðherra 1971–1974, landbúnaðar- og samgönguráðherra 1974–1978.
  • Magnús Kjartansson. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og iðnaðarráðherra 1971–1974.
  • Magnús Torfi Ólafsson. Menntamálaráðherra 1971–1974, jafnframt félagsmála- og samgönguráðherra 1974.
  • Ólafur Jóhannesson. Forsætisráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra 1971–1974 og 1978–1979, dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra 1974–1978, utanríkisráðherra 1980–1983.
  • Björn Jónsson. Félagsmála- og samgönguráðherra 1973–1974.
  • Geir Hallgrímsson. Forsætisráðherra 1974–1978. Utanríkisráðherra 1983–1986.
  • Matthías Á. Mathiesen. Fjármálaráðherra 1974–1978, viðskiptaráðherra 1983–1985, utanríkisráðherra 1986–1987, samgönguráðherra 1987–1988.
  • Matthías Bjarnason. Sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1974–1978, heilbrigðis- og tryggingamála- og samgönguráðherra 1983–1985, samgöngu- og viðskiptaráðherra 1985–1987.
  • Vilhjálmur Hjálmarsson. Menntamálaráðherra 1974–1978.
  • Benedikt Gröndal. Utanríkisráðherra 1978–1979, forsætis- og utanríkisráðherra 1979–1980.
  • Hjörleifur Guttormsson. Iðnaðarráðherra 1978–1979 og 1980–1983.
  • Kjartan Jóhannsson. Sjávarútvegsráðherra 1978–1979, sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra 1979–1980.
  • Magnús H. Magnússon. Félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1978–1980, jafnframt samgönguráðherra frá 1979.
  • Ragnar Arnalds. Menntamála- og samgönguráðherra 1978–1979, fjármálaráðherra 1980–1983.
  • Steingrímur Hermannsson. Dóms- og kirkjumála- og landbúnaðarráðherra 1978–1979, sjávarútvegs- og samgönguráðherra 1980–1983, forsætisráðherra 1983–1987 og 1988–1991, utanríkisráðherra 1987–1988.
  • Svavar Gestsson. Viðskiptaráðherra 1978–1979, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1980–1983, menntamálaráðherra 1988–1991.
  • Tómas Árnason. Fjármálaráðherra 1978–1979, viðskiptaráðherra 1980–1983.
  • Bragi Sigurjónsson. Landbúnaðar- og iðnaðarráðherra 1979–1980.
  • Sighvatur Björgvinsson. Fjármálaráðherra 1979–1980, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1991–1993, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 1993–1995 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1994–1995, formaður ráðherranefndar samstarfsráðherra Norðurlanda 1994–1995.
  • Vilmundur Gylfason. Dóms- og kirkjumála- og menntamálaráðherra 1979–1980.
  • Friðjón Þórðarson. Dóms- og kirkjumálaráðherra og samstarfsráðherra um norræn málefni 1980–1983.
  • Ingvar Gíslason. Menntamálaráðherra 1980–1983.
  • Pálmi Jónsson. Landbúnaðarráðherra 1980–1983.
  • Albert Guðmundsson. Fjármálaráðherra 1983–1985, iðnaðarráðherra 1985–1987.
  • Alexander Stefánsson. Félagsmálaráðherra 1983–1987.
  • Halldór Ásgrímsson. Sjávarútvegsráðherra 1983–1991 og samstarfsráðherra um norræn málefni 1985–1987, dóms- og kirkjumálaráðherra 1988–1989, samstarfsráðherra Norðurlanda 1995–1999, utanríkisráðherra 1995–2004, forsætisráðherra 2004–2006.
  • Jón Helgason. Landbúnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra 1983–1987, landbúnaðarráðherra 1987–1988.
  • Ragnhildur Helgadóttir. Menntamálaráðherra 1983–1985, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1985–1987.
  • Sverrir Hermannsson. Iðnaðarráðherra 1983–1985, menntamálaráðherra 1985–1987.
  • Þorsteinn Pálsson. Fjármálaráðherra 1985–1987, forsætisráðherra 1987–1988, sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra 1991–1999.
  • Birgir Ísleifur Gunnarsson. Menntamálaráðherra 1987–1988.
  • Friðrik Sophusson. Iðnaðarráðherra 1987–1988. Fjármálaráðherra 1991–1998.
  • Guðmundur Bjarnason. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1987–1991. Landbúnaðar- og umhverfisráðherra 1995–1999.
  • Jóhanna Sigurðardóttir. Félagsmálaráðherra 1987–1994 og 2007–2008, félags- og tryggingamálaráðherra 2008–2009, forsætisráðherra 2009–2013.
  • Jón Baldvin Hannibalsson. Fjármálaráðherra 1987–1988, utanríkisráðherra 1988–1995.
  • Jón Sigurðsson. Dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra 1987–1988, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1988–1993.
  • Ólafur Ragnar Grímsson. Fjármálaráðherra 1988–1991.
  • Steingrímur J. Sigfússon. Landbúnaðar- og samgönguráðherra 1988–1991, fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2009, fjármálaráðherra 2009–2011, efnahags- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2011–2012, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 2012–2013.
  • Júlíus Sólnes. Ráðherra Hagstofu Íslands 1989– 1990 og samstarfsráðherra Norðurlanda 1989–1991, umhverfisráðherra 1990–1991.
  • Óli Þ. Guðbjartsson. Dóms- og kirkjumálaráðherra 1989–1991.
  • Davíð Oddsson. Forsætisráðherra 1991–2004, utanríkisráðherra 2004–2005.
  • Eiður Guðnason. Umhverfisráðherra 1991–1993. Ráðherra norrænna samstarfsmála 1991–1993.
  • Halldór Blöndal. Landbúnaðar- og samgönguráðherra 1991–1995, samgönguráðherra 1995–1999.
  • Ólafur G. Einarsson. Menntamálaráðherra 1991–1995.
  • Guðmundur Árni Stefánsson. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1993–1994, félagsmálaráðherra 1994.
  • Össur Skarphéðinsson. Umhverfisráðherra 1993–1995, iðnaðarráðherra 2007–2009, samstarfsráðherra Norðurlanda 2007–2008, utanríkisráðherra 2009–2013.
  • Rannveig Guðmundsdóttir. Félagsmálaráðherra 1994–1995.
  • Björn Bjarnason. Menntamálaráðherra 1995–2002, dóms- og kirkjumálaráðherra 2003–2009.
  • Finnur Ingólfsson. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1995–1999.
  • Ingibjörg Pálmadóttir. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1995–2001.
  • Páll Pétursson. Félagsmálaráðherra 1995–2003.
  • Geir H. Haarde. Fjármálaráðherra 1998–2005, utanríkisráðherra 2005–2006, forsætisráðherra 2006–2009.
  • Siv Friðleifsdóttir. Umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 1999–2004. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2006–2007.
  • Árni M. Mathiesen. Sjávarútvegsráðherra 1999–2005, fjármálaráðherra 2005–2009.
  • Guðni Ágústsson. Landbúnaðarráðherra 1999–2007.
  • Sólveig Pétursdóttir. Dóms- og kirkjumálaráðherra 1999–2003.
  • Sturla Böðvarsson. Samgönguráðherra 1999–2007.
  • Valgerður Sverrisdóttir. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1999–2006, samstarfsráðherra Norðurlanda 2004–2005, utanríkisráðherra 2006–2007.
  • Jón Kristjánsson. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2001–2006. Félagsmálaráðherra 2006.
  • Tómas Ingi Olrich. Menntamálaráðherra 2002–2003.
  • Árni Magnússon. Félagsmálaráðherra 2003–2006.
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Menntamálaráðherra 2003–2009, sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra 2017.
  • Sigríður A. Þórðardóttir. Umhverfisráðherra 2004–2006, samstarfsráðherra Norðurlanda 2005–2006.
  • Einar K. Guðfinnsson. Sjávarútvegsráðherra 2005–2007, jafnframt landbúnaðarráðherra 2007; sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2008–2009.
  • Jón Sigurðsson. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2006–2007.
  • Jónína Bjartmarz. Umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 2006–2007.
  • Magnús Stefánsson. Félagsmálaráðherra 2006–2007.
  • Björgvin G. Sigurðsson. Viðskiptaráðherra 2007–2009, samstarfsráðherra Norðurlanda 2008–2009.
  • Guðlaugur Þór Þórðarson. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2007–2008. Heilbrigðisráðherra 2008–2009. Utanríkisráðherra 2017–2019. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra 2020–2021. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra síðan 2021.
  • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Utanríkisráðherra 2007–2009.
  • Kristján L. Möller. Samgönguráðherra 2007–2009, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2009–2010.
  • Þórunn Sveinbjarnardóttir. Umhverfisráðherra 2007–2009.
  • Ásta R. Jóhannesdóttir. Félags- og tryggingamálaráðherra 2009.
  • Gylfi Magnússon. Viðskiptaráðherra 2009, efnahags- og viðskiptaráðherra 2009–2010.
  • Katrín Jakobsdóttir. Menntamálaráðherra 2009. Mennta- og menningarmálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 2009–2013. Forsætisráðherra 2017–2021 og 2021–2024.
  • Kolbrún Halldórsdóttir. Umhverfisráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála 2009.
  • Ragna Árnadóttir. Dóms- og kirkjumálaráðherra 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra 2009–2010.
  • Ögmundur Jónasson. Heilbrigðisráðherra 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2010, innanríkisráðherra 2011–2013.
  • Árni Páll Árnason. Félags- og tryggingamálaráðherra 2009–2010, efnahags- og viðskiptaráðherra 2010–2011.
  • Jón Bjarnason. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2009–2011.
  • Katrín Júlíusdóttir. Iðnaðarráðherra 2009–2012. Fjármála- og efnahagsráðherra 2012–2013.
  • Svandís Svavarsdóttir. Umhverfisráðherra 2009–2012. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2012–2013. Heilbrigðisráðherra 2017–2021. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021–2022. Matvælaráðherra 2022–2024. Innviðaráðherra síðan 2024.
  • Álfheiður Ingadóttir. Heilbrigðisráðherra 2009–2010.
  • Guðbjartur Hannesson. Félags- og tryggingamálaráðherra og heilbrigðisráðherra 2010, velferðarráðherra 2011–2013.
  • Oddný G. Harðardóttir. Fjármálaráðherra 2011–2012, iðnaðarráðherra 2012, fjármála- og efnahagsráðherra 2012.
  • Bjarni Benediktsson. Fjármála- og efnahagsráðherra 2013–2017. Forsætisráðherra 2017. Fjármála- og efnahagsráðherra 2017–2021 og 2021–2023. Utanríkisráðherra 2023–2024. Forsætisráðherra síðan 2024.
  • Eygló Harðardóttir. Félags- og húsnæðismálaráðherra 2013–2017, samstarfsráðherra Norðurlanda 2013–2017.
  • Gunnar Bragi Sveinsson. Utanríkisráðherra 2013–2016, sjávar­útvegs- og land­búnaðar­ráðherra 2016–2017.
  • Hanna Birna Kristjánsdóttir. Innanríkisráðherra 2013–2014.
  • Illugi Gunnarsson. Mennta- og menningarmálaráðherra 2013–2017.
  • Kristján Þór Júlíusson. Heilbrigðisráðherra 2013–2017. Mennta- og menningarmálaráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála 2017. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2017–2021.
  • Ragnheiður E. Árnadóttir. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2013–2017.
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Forsætisráðherra 2013–2016, dómsmálaráðherra 2014.
  • Sigurður Ingi Jóhannsson. Sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra 2013–2016. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2013–2014. Forsætisráðherra 2016–2017. Samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðherra og ­ráðherra nor­rænna sam­starfs­mála 2017–2021. Innviðaráðherra 2021–2024. Fjármála- og efnahagsráðherra síðan 2024.
  • Ólöf Nordal. Innanríkisráðherra 2014–2017.
  • Sigrún Magnúsdóttir. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2014–2017.
  • Lilja Alfreðsdóttir. Utanríkisráðherra 2016–2017. Mennta- og menningarmálaráðherra 2017–2021. Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra 2021–2022. Menningar- og viðskiptaráðherra síðan 2022.
  • Benedikt Jóhannesson. Fjármála- og efnahagsráðherra 2017.
  • Björt Ólafsdóttir. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2017.
  • Jón Gunnarsson. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017. Innanríkisráðherra 2021–2022. Dómsmálaráðherra 2022–2023.
  • Óttarr Proppé. Heilbrigðisráðherra 2017.
  • Sigríður Á. Andersen. Dómsmálaráðherra 2017–2019.
  • Þorsteinn Víglundsson. Félags- og jafnréttismálaráðherra 2017.
  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2017–2021, dómsmálaráðherra 2019. Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra 2021–2022. Utanríkisráðherra 2022–2023. Fjármála- og efnahagsráðherra 2023–2024. Utanríkisráðherra síðan 2024.
  • Ásmundur Einar Daðason. Félags- og jafnréttismálaráðherra 2017–2019, félags- og barnamálaráðherra 2019–2021, mennta- og barnamálaráðherra 2021–.
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2017–2021. Félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021–2022, félags- og vinnumarkaðsráðherra síðan 2022 og ráðherra norrænna samstarfsmála síðan 2021.
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Dómsmálaráðherra 2019–2021, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2021–2022, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2022–.
  • Willum Þór Þórsson. Heilbrigðisráðherra síðan 2021.
  • Guðrún Hafsteinsdóttir. Dómsmálaráðherra síðan 2023.
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Matvælaráðherra síðan 2024.
Karlar sem gegnt hafa ráðherraembætti frá 1904 eru 132 og konur 33.