Tilkynningar um þingmenn

10.4.2017 : Varamenn og aðalmenn taka sæti

Fimmtudaginn 6. apríl tók Jón Ragnar Ríkharðsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Guðlaug Þór Þórðarson og Jóhannes Stefánsson tók sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Sigríði Á. Andersen. Föstudaginn 7. apríl tóku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Brynjar Níelsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigríður Á. Andersen sæti að nýju á Alþingi.  

Lesa meira

28.3.2017 : Aðalmenn taka sæti

Mánudaginn 27. mars tóku Lilja Rafney Magnúsdóttir, Smári McCarthy og Steingrímur J. Sigfússon sæti að nýju á Alþingi. 

Lesa meira

17.3.2017 : Varamenn og aðalmenn taka sæti

Mánudaginn 13. mars tók Hildur Knútsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Kolbein Óttarsson Proppé og Kristín Traustadóttir tók sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Vilhjálm Árnason. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Jón Þór Ólafsson hafa tekið sæti að nýju á Alþingi. 

Lesa meira

28.2.2017 : Skipan ráðgefandi siðanefndar

Forsætisnefnd Alþingis hefur gengið frá skipan þriggja manna ráðgefandi nefndar sem tekur til meðferðar erindi sem forsætisnefnd beinir til hennar um meint brot á siðareglum fyrir alþingismenn.

Lesa meira

27.2.2017 : Aðalmaður tekur sæti

Þann 27. febrúar tók Eygló Harðardóttir sæti á ný á Alþingi.

Lesa meira

20.2.2017 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 20. febrúar tók Willum Þór Þórsson sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Eygló Harðardóttur.

Lesa meira

17.2.2017 : Varamaður tekur sæti

Föstudaginn 17. febrúar tók Arnbjörg Sveinsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Njál Trausta Friðbertsson.

Lesa meira

13.2.2017 : Aðalmaður tekur sæti

Tilkynning frá forseta Alþingis: Þann 13. febrúar tekur Gunnar Bragi Sveinsson sæti á ný á Alþingi.

Lesa meira

9.2.2017 : Minningarorð um Ólöfu Nordal alþingismann

Forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, flutti minningarorð um Ólöfu Nordal alþingismann á þingfundi 9. febrúar 2017.

Lesa meira

6.2.2017 : Varamaður tekur sæti

Mánudaginn 6. febrúar tók Lilja Sigurðardóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Gunnar Braga Sveinsson. 

Lesa meira