9.11.2016

Kynning fyrir nýja þingmenn

Nýir þingmenn kjörnir í alþingiskosningunum 29. október sl. sóttu í dag kynningu í Alþingishúsinu sem haldin var að venju eftir alþingiskosningar af skrifstofu Alþingis fyrir nýja alþingismenn. Fjallað var um þingstörfin, starfsaðstöðu alþingismanna og þjónustu skrifstofunnar við þá.

Nýir þingmenn sem náðu kjöri í alþingiskosningunum 29. október eru 32, þ.e. þeir sem ekki sátu sem aðalmenn á Alþingi á síðasta þingi. Aldrei hafa jafnmargir nýir þingmenn sest á þing eftir alþingiskosningar en í kosningunum 2009 og 2013 voru þeir 27. Fleiri konur náðu kjöri í nýafstöðnum alþingiskosningum en nokkru sinni áður og eru þær nú 30 af 63 þingmönnum.

Nýir alþingismenn©Bragi Þór Jósefsson

Frá vinstri, aftasta röð: Björn Leví Gunnarsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Jón Steindór Valdimarsson, Gunnar Hrafn Jónsson, Benedikt Jóhannesson, Þorsteinn Víglundsson. Miðröð: Njáll Trausti Friðbertsson, Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Brjánsson, Pawel Bartoszek, Hanna Katrín Friðriksson, Páll Magnússon, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Halldóra Mogensen, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Fremsta röð: Bryndís Haraldsdóttir, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy, Jóna Sólveig Elínardóttir, Eva Pandora Baldursdóttir, Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Nichole Leigh Mosty og Logi Einarsson. Á myndina vantar Andrés Inga Jónsson, Jón Þór Ólafsson, Óla Björn Kárason, Ólöfu Nordal, Lilju Dögg Alfreðsdóttur og Teit Björn Einarsson.