16.1.2015

Málverk af Sturlu Böðvarssyni afhjúpað

Málverk af Sturlu Böðvarssyni

Í dag, föstudaginn 16. janúar, var afhjúpað í Alþingishúsinu málverk af Sturlu Böðvarssyni, fyrrverandi forseta Alþingis, að viðstöddum forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni, alþingismönnum, fjölskyldu Sturlu, fyrrum samþingsmönnum og fleiri gestum. Baltasar Samper listmálari málaði myndina og hefur henni verið komið fyrir í efrideildarsal.

Sturla Böðvarsson var forseti Alþingis 2007–2009. Hann sat á Alþingi í 18 ár, frá maí 1991 til vors 2009. Hann var einn af varaforsetum þingsins á árunum 1991–1999. Sturla hafði áður setið nokkur skipti á Alþingi sem varamaður en sem slíkur settist hann fyrst á þing í febrúar 1984. Sturla gegndi embætti samgönguráðherra 1999–2007.